DANSK ÍSLENSKA NORSK ENGLISH

You are here: Velkomin Verkefniğ

Lısing á verkefninu og markmiğum şess

"Frumkvöðlastarf kvenna á Norðurlöndunum"

Allt of fáar konur, miðað við karlmenn, stofna sín eigin fyrirtæki á Norðurlöndunum. Sem liður í að snúa þessu við, hafa fimm skrifstofur Enterprise Europe Network, í Danmörku, Íslandi og Noregi hafið samstarf. Þessir aðilar munu vinna saman að því að vekja athygli á frumkvöðlastarfsemi kvenna á Norðurlöndunum.

 

Við upphaf verkefnisins “Female Entrepreneurship in the Nordic Regions” (FEN) voru valdir fyrirmyndarkvenfrumkvöðlar í hverju landi fyrir sig, Ambassadorar, sem hafa það hlutverk að vera fyrirmyndir kvenna í fyrirtækjarekstri og um leið hvatning - til annarra kvenna að stofna eigin fyrirtæki.

 

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og ber heitið: EU Network of Female Entrepreneurship Ambassadors. Megin markhópar þess eru: 

  • Konur í upplýsingatækni
  • Háskólamenntaðar konur
  • Konur sem vinna í “karllægu” umhverfi
  • Konur sem ætla út í rekstur

Ekki er ætlast til að konurnar hafi einhvern sératakan bakgrunn eða séu með sérstaka menntun, umfram allt er leitast eftir að fanga frumkvöðlaandann og virkja þann kraft sem býr í konum – og hvetja þær til að fara út í eigin rekstur.

 

Verkefnið tekur tvö ár og á þeim tíma mun Enterprise Europe Network á Evrópumiðstöð Impru halda fundi og vera með fyrirlestra í samvinnu við hina íslensku ambassadora. Með því vonumst við til þess að hvetja konur á öllum aldri að gerast sínir eigin herrar.

 

 

Norræn samvinna

“Female Entreprenurship in Nordic Regions” er samvinnuverkefni milli fimm aðila/stofnana í Danmörku, Íslandi og Noregi. Með þessari samvinnu nær verkefnið yfir breitt svæði landfræðilega og veitir þar af leiðandi tækifæri á að ná til verulegra fjölda kvenna.

 

Danmörk

Næstved-Egnens Udviklingsselskab

Næstved-Egnens Udviklingsselskab var stofnað 1988 og hefur það að meginmarkmiði að styðja við viðskiptaþróun iðnaðarfyrirtækja á suðvestur Sjálandi. Frá stofnun þess hefur stofnunin aðstoðað þúsundir lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem og stutt við bakið á frumkvöðlum í þeirra fyrstu skerfum fyrirtækjarekstrar.

 
 

Agro Business Park

Agro Business Park er vísindagarður, sem leggur áherslu á “þekkingar frumkvöðlastarfsemi” og nýsköpun innan landbúnaðar, matvæla, líftækni og umhverfis. Einnig er starfrækt þar frumkvöðlasetur. Starfsemi vísindagarðsins nær yfir alla Danmörku og veitir stuðning bæði svæðisbundið og á landsvísu. Á Agro Business Park er starfandi fjárfestingafyrirtæki, sem fjárfestir í álitlegum hugmyndum sprotafyrirtækja á byrjunarreit.

 

Ísland

  Innovation Centre Iceland – IS Reykjavik TII

Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsenda fyrir fjölbreytni íslensks atvinnulífs og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu þess.Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir Iðnaðarráðuneytið og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

 

Noregur

Innovasjon Norge

Innovasjon Norge hefur að markmiði að stuðla að þróun atvinnulífs í héruðum Noregs, auka nýsköpunarhæfni landsins, kynna viðskiptamöguleika í Noregi sem og að kynna landið sem ferðamannastað. Frá árinu 1999 hefur Innovasjon Norge beint sjónum að frumkvöðlastarfsemi kvenna í gegn um verkefnið ”Konur í fókus”. Því verkefni er ætlað að hvetja konur til að stofna sín eigin fyrirtæki, gefa kost á sér sem stjórnarmenn í fyrirtækjum sem og að sækjast eftir stjórnunarstöðum.

 

SINTEF Technology and Society

SINTEF er stærsta sjálfseignar rannsóknarstofnun í Skandinavíu og hefur að meginstarfsemi að stuðla almennt að sjálfbærni Noregs. Meginmarkmið er að skapa verðmæti, auka lífsgæði og stunda rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Hjá SINTEF eru starfrækt frumkvöðlasetur fyrir nýstofnuð iðnaðarfyrirtæki.


 
 
This website was made by WebHouse