DANSK ÍSLENSKA NORSK ENGLISH

You are here: Velkomin Ambassadorar Vilborg Einarsdóttir

Framkvæmdastjóri og stofnandi, Mentor

 Tel:  +354 520 5310

www.mentor.is   vilborg@mentor.is

 

Vilborg er fædd og uppalin í Mýrdal. Hún fór í Samvinnuskólann á Bifröst þar sem hún lauk stúdentsprófi. Eftir það stundaði hún nám við Kennaraháskóla Íslands þar sem hún lauk B.ed gráðu til kennsluréttinda árið 1993. Hún stundaði framhaldsnám við Háskóla Íslands í viðskiptafræðum og lauk meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Verslunarháskólanum í Árósum árið 2001.

Vilborg starfaði sem kennari í fullorðinsfræðslu eftir að hafa lokið nái í Kennaraháskólanum. Hún stofnaði skóla fyrir fólk í atvinnuleit á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu, MFA-skólann árið 1996 og stjórnaði honum til ársins 1999 .

Eftir að hafa lokið framhaldsnámi í viðskiptafræði árið 2001 ákvað Vilborg að starfa í eigin fyrirtæki. Vilborg er í framkvæmdastjóri og einn af aðaleigendum Mentors. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og er hlutverk þess að auka árangur í skólastarfi. Í dag starfa rúmlega þrjátíu manns hjá fyrirtækinu. Mentor er með útibú í Svíþjóð þar sem 15 manns starfa við markaðssetningu, sölu og þjónustu á Mentorkerfinu. Fyrirtækið er að taka sín fyrstu skref í Sviss en þar er fyrirtækið í samstarfi við helstu sérfræðinga á sviði einstaklingsmiðaðs náms.

Vilborg var stundakennari í Háskóla Íslands á árunum 2005 til 2009 þar sem hún kenndi m.a. stjórnun, mannauðsstjórnun og stefnumótun. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um nýsköpun, samruna og frumkvöðla í háskólum landsins og hjá félagasamtökum.

Vilborg hefur verið mjög virk hjá Samtökum sprotafyrirtækja þar sem hún situr í stjórn. Auk þess situr Vilborg í stjórn Samtaka iðnaðarins, Tækniþróunarsjóðs, Íslandsstofu og Manna og músa ehf.

Áhugamál Vilborgar eru tengd hreyfingu og  öllu er viðkemur skólaþróun og nýsköpun. Hún stundar blak með Íþróttafélagi stúdenta og á að baki marga sæta sigra með þeim góða hópi!

Vilborg er gift Pétri Péturssyni stofnanda Manna og músa og eiga þau þrjú börn, Stein Elliða, Þorfinn og Fríðu Björgu.


 
 
This website was made by WebHouse