DANSK ÍSLENSKA NORSK ENGLISH

You are here: Velkomin Ambassadorar Kristín Pétursdóttir

Kristín Pétursdóttir

Forstjóri og stofnandi, Auður Capital

 

 • Netfang: kristin@audur.isSími: 585 6500
 •  

  Kristín stofnaði Auði Capital voruð 2007. Hún var aðstoðarforstjóri hjá Kaupþingi Singer & Friedlander í London til ársloka 2006 og hafði yfirumsjón með samþættingu Singer & Friedlander við Kaupþing banka. Kristín starfaði hjá Kaupþingi banka frá árinu 1997. Á árunum 1999-2005 var Kristín framkvæmdastjóri fjárstýringar og sá alfarið um fjármögnun bankans. Áður en Kristín hóf störf hjá Kaupþingi vann hún hjá Statoil í Noregi, hjá Skeljungi og hjá Íslandsbanka.

  Kristín er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Handelshöyskolen í Bergen í Noregi.

  Kristín er mikil íþrótta- og keppniskona. Hún var á árum áður landsliðskona í handbolta og stundar enn íþróttir af kappi. Hún veit fátt skemmtilegra en að takast á við nýjar áskoranir og sem dæmi um það tók hún upp á því á fertugsaldri að læra á snjóbretti með börnunum sínum. Áhugamálin í dag eru skíði, snjóbretti, golf og veiði, sem og góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hún er hálf norsk og á tvö börn, Sonju og Sindra .

   

   www.audurcapital.is

   


   
   
  This website was made by WebHouse