DANSK ÍSLENSKA NORSK ENGLISH

You are here: Velkomin Ambassadorar Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir

Stjórnarformaður og stofnandi, Auður Capital

 

Netfang: halla@audur.isSími: 585 6500

 

Áður en Halla stofnaði Auði vorið 2007 var hún framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún starfaði í 6 ár hjá Háskólanum í Reykjavík og var lykilþátttakandi í uppbyggingu skólans. Hún stofnaði og stýrði Stjórnendaskóla HR og AUÐI í krafti kvenna og var einnig lektor við viðskiptadeild.

Halla stundaði nám og störf í Bandaríkjunum í 10 ár og starfaði meðal annars hjá M&M/Mars og Pepsi Cola. Halla hefur veitt ráðgjöf og kennt stjórnendum á öllum aldri viðfangsefni eins og leiðtogafræði, fyrirtækjamenningu, nýsköpun og mannauðsstjórnun. Halla lauk viðskiptafræðiprófi með áherslu á mannauðsstjórnun frá Auburn University í Alabama og MBA prófi í alþjóðlegum viðskiptum frá Thunderbird í Arizona.

Halla hefur setið í stjórn fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Kauphallarinnar, Sjóvá, Calidris, Háskólans í Reykjavík og Veritas Capital hf. (áður Vistor). Halla situr í framkvæmdarstjórn Viðskiptaráðs Íslands.

Áhugamál Höllu liggja á sviðum viðskipta, efnahags- og samfélagsmála og finnst henni fátt skemmtilegra en að ræða málin í góðum félagsskap. Hún er fjölskyldumanneskja sem á í raun þrjú börn, Tómas Bjart, Auði Ínu og Auði Capital. Halla vill mjög gjarnan eignast hefðbundin áhugamál og hefur fluguveiðin krækt í hana. Að hennar sögn uppfyllir vel heppnuð veiðiferð, flest það sem til hennar höfðar, félagsskap, íslenska náttúru, gleði og söng að ógleymdri sjálfri veiðinni. 

 

www.audurcapital.is


 
 
This website was made by WebHouse